bryndiskristin.com - Bryndís Kristín Williams Þráinsdóttir

Example domain paragraphs

Bryndís Kristín Williams Þráinsdóttir

Ég setti mér það markmið í júlílok árið 2021 að prjóna eitt par af fingravettlingum á viku í eitt ár. Nú eru liðin tæp tvö ár og verkefnið er enn svo skemmtilegt að ég held áfram að prjóna og prjóna og er löngu búin að ná markmiðinu.

Nú er komið að því að ég ákveði hvort ég fari með verkefnið lengra og bjóði vettlingana til sölu. Það er hins vegar ákveðinn höfuðverkur því ég þarf auðvitað að ákveða verð á hvert par. Ég er alla vega búin að ákveða eitt og það er að þeir verða heldur í dýrari kantinu, ef ég mætti orða það sem svo. Alla vega munu þeir kosta meira en þessir fjöldaframleiddu sem fást í vegasjoppunum. Vettlingarnir eru mín hönnun og prjónaðir úr úrvals ull sem á ættir að rekja til Noregs. Þannig að ég nostra vel við hvert par